Hvolpasveitin: Ofurmyndin - Ísl. tal
Tegund myndar: | Gamanmynd, Spennumynd, Vísindaskáldskapur, Teiknimynd, Fjölskyldumynd |
Lengd: | 92 mín. |
Aldurstakmark: | Leyfð |
Þegar töfraloftsteinn lendir í Ævintýraborg gefur það Hvolpasveitarhvolpunum ofurkrafta og umbreytir þeim í Ofurhvolpa! Fyrir Pílu, minnsta liðsmanninn, eru nýir kraftar hennar draumur að rætast. En hlutirnir breytast til hins verra þegar Sigurviss, erkikeppinautur hvolpanna, brýst út úr fangelsinu og gengur í lið með brjáluðum vísindamanni til að stela ofurkröftunum fyrir illmennin tvö. Þar sem örlög Ævintýraborgar hanga á bláþræði verða Ofurhvolparnir að stöðva ofurillmennin áður en það er um seinan og Píla þarf að læra að jafnvel minnsti hvolpurinn getur skipt mestu máli.
KAUPA MIÐA
Sunnudagur 24/09