Bíóhúsið Selfossi

Bíóhúsið tók til starfa í apríl 2018 og er rekið með því markmiði að veita góða og fjölbreytta þjónustu fyrir íbúa á Suðurlandi. Lögð er áhersla á gott aðgengi allra að miðasölu með því að bjóða gestum að kaupa ódýrari miða á netinu. Með netmiðasölu geta gestir tryggt sér miða og valið sæti á allar sýningar án þess að þurfa að bíða í löngum og tímafrekum biðröðum.

Bíóhúsið er rekið af Cinema ehf.
Kt: 610113-1090
Eyravegi 2
800 Selfoss

Bílastæði

Leyfilegt er að leggja í öll bílastæði á torginu við veitingastaðina fyrir framan bíóið og öll stæðin sem tilheyra Hótel Selfossi. Ef lagt er í stæðin við Hótel Selfoss er hentugast að ganga að bíóinu fram hjá Domino’s og Subway.

Hjólageymsla

Fyrir framan bíóið við Subway má finn nýja og glæsilega geymslugrind fyrir reiðhjól sem auðvelt er að læsa hjólum við.